ekki slæm "næstum því" afmælisgjöf !!
Ég fékk þær frábæru fréttir í morgun að nick cave væri að koma aftur til Íslands í höllina 16. september, ekki slæm afmælisgjöf á ská. Eins gott að vera á tánum með miðakaupin.
Ekki svo frábærar fréttir eru þær að blessaðar flærnar eða allavega einhverjir maurar eru líka búnir að narta í okkur líka, en það er víst lítið hægt að gera við því, þetta grær bara áður en við giftum okkur :) Andstyggilegt samt sem áður, þetta styður allavega þá ákvörðun um að vera ekki með loðdýr á heimilinu, það er á hreinu. Passið ykkur á húsdýragarðinum !!!
Alltaf gott að fá frí svona í miðri viku, ætlum að grilla í kvöld og reyna að komst á da vinci code, en heyrst hefur að það sé uppselt næstu 8 dagana, úff, kemur í ljós.
Sá annars hinn kyngimagnaða dúett Snooze og nýja myndbandið þeirra í gær, og ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að fara að hlægja eða gráta, svei mér þá, tékkið endilega þá þessu, þó ekki sé nema fyrir forvitnissakir.
Í tilefni dagsins er lagið: Lay me low með Nick Cave and the Bad Seeds
0 Comments:
Post a Comment
<< Home