Donde esta la biblioteca ?
Já fjölskyldan bara á leiðinni í sólina á Spáni í ágúst þakka þér fyrir, skyndiákvörðun sem ég sé sko alls ekki eftir !! Hlakka mikið til eins og gefur að skilja :)
Hvítasunnuhelgin var skemmtileg hjá okkur, fórum á Skárastaði með Eddu, Kjartani o.co. Fórum í skoðunarferð, bökuðum lummur og pönnsur, prjónuðum og strákarnir reyndu að veiða, já haldiði að það sé myndarskapur í liðinu! Ég er alveg dottin í prjónið, búin að prjóna húfu á Sigurrós og er að gera eina fyrir Palla, verð að klára hana áður en hann fer í Albertsferðina. Já hann verður flottur með hvíta og strumpabláa húfu (röndótta) á golfvellinum, það er ég viss um.
Maður telur svo bara niður dagana þangað til við förum í sumarfríið hið fyrra, það verður líka gaman. Það held ég nú....
Hvítasunnuhelgin var skemmtileg hjá okkur, fórum á Skárastaði með Eddu, Kjartani o.co. Fórum í skoðunarferð, bökuðum lummur og pönnsur, prjónuðum og strákarnir reyndu að veiða, já haldiði að það sé myndarskapur í liðinu! Ég er alveg dottin í prjónið, búin að prjóna húfu á Sigurrós og er að gera eina fyrir Palla, verð að klára hana áður en hann fer í Albertsferðina. Já hann verður flottur með hvíta og strumpabláa húfu (röndótta) á golfvellinum, það er ég viss um.
Maður telur svo bara niður dagana þangað til við förum í sumarfríið hið fyrra, það verður líka gaman. Það held ég nú....
1 Comments:
Alltaf sama stuðið á ykkur!!
Svona á að gera þetta ;)
Bið að heilsa í bæinn...hvað þýðir fyrirsögnin...? Veistu hvar bókasafnið er??? :)
By Anonymous, at 4:26 PM
Post a Comment
<< Home