Hlaup og vín..
Það var sko búið til rifsberjahlaup í gær með dyggri aðstoð tengdó og var útkoman svona líka glimrandi fín ! Náðum að setja í allnokkrar krukkur og okkur langar núna að fara að setja í rifsberjavín sem yrði tilbúið um jólin. Tilvalið í jólapakkana ::) Uppskriftin er ekki flók, rifsber, sykur og vodki en maður þarf síðan að hafa þolinmæði því að þetta tekur víst allt sinn tíma. Aldrei að vita nema maður skelli sér í þessa víngerð, enda yrði það heilmikil búbót, er það ekki?
Allt gott að frétta hér, Sigurrós komin á nýja deild sem heitir Þúfa og er hæstánægð. Hún er dugleg að gefa gunna gullfiski að borða og hann plummar sig einstaklega vel, enda einstaklega gáfað dýr þar á ferðinni !
Æi hvað er nú gott að vera búin að fá flest-alla uppáhaldssjónvarpsþættina sína í gang, og hafa þeir alveg staðið undir væntingum. Fullt af nýjum skemmtilegum þáttum líka komnir, jey.
Allt gott að frétta hér, Sigurrós komin á nýja deild sem heitir Þúfa og er hæstánægð. Hún er dugleg að gefa gunna gullfiski að borða og hann plummar sig einstaklega vel, enda einstaklega gáfað dýr þar á ferðinni !
Æi hvað er nú gott að vera búin að fá flest-alla uppáhaldssjónvarpsþættina sína í gang, og hafa þeir alveg staðið undir væntingum. Fullt af nýjum skemmtilegum þáttum líka komnir, jey.
4 Comments:
Vá hvað ég hlakka til að koma í kex, osta, rifsberjahlaup og rifsberjavín! til þín um jólin :)
By Anonymous, at 4:37 PM
Guðvelkomin !
By henny, at 2:05 AM
Guð hvað þú ert myndó:) Já ég er svo ánægð með að allir þættirnir eru að komast í gang aftur þetta er alveg að bjarga mér hérna í DK. Svo bara Veronica að byrja í kvöld er það ekki??? Gaman gaman bið að heilsa öllum:)
By Anonymous, at 3:43 AM
Sæl, ég er með þessa uppskrift af rifsberjavíni, en hef ekki gert hana í nokkur ár, manstu í hve margar vikur þarf að bíða og hrista flöskurnar ?
By Unknown, at 12:31 PM
Post a Comment
<< Home