hæ, hó, jibbí, jey
Jæja þá er 17 júní afstaðinn með öllu tilheyrandi, skrúðgöngu, leiktækjum, rándýrum blöðrum og klístruðu sælgæti, þá má heldur ekki gleyma rigningunni. Já, þetta var bara fjör, Sigurrós skemmti sér vel, Spiderman blaðran fór hins vegar fljótlega á fund feðra sinna en þeirri stuttu hefði ekki getað verið meira sama, ekkert drama, hún gerði sér fulla grein fyrir því að hún hafði slitið hana viljandi af bandinu og þess vegna hafi blaðran bara farið upp í geim. Palli var að vinna allan daginn við hátíðarhöldin og langt fram á kvöld, var í því að redda nælonpíunum míkrafónum og passa að það heyrðist almennilega í siggu beina og maríu björk, og bara reddaði hlutum. Það var svo haldið handboltapulsupartý hjá jonna og sirru þar sem allir horfðu spenntir á þessar elskur slá út svíana, stórkostlegt og mjög vel við hæfi á þessum degi.
Erum búin að kaupa miða á HAM, getum ekki beðið !!!
1 Comments:
Þið og ykkar tónlistarsmekkur...:)
By Anonymous, at 6:44 AM
Post a Comment
<< Home