Badminton er málið !
Já byrjuðum í badminton í gærkveldi og var sko tekið vel á því, enda er maður stirður eftir því. Jeminn þetta er svo skemmtilegt og svona líka rosalega góð hreyfing, hörkupúl. Í félaginu (enn ónefnt) þá erum við Palli, mamma og Ólöf frænka. Mamma er nottlega gömul badmintondrottning og við hin bara þokkalega efnileg. Ætlum svo að bæta við nokkrum félögum þannig að þetta verður heilmikið stuð. Aldeilis ljómandi !!!
Langar rosa mikið á tónleika í kvöld með Pétri Ben, Lay Low, Shadow Parade, Togga ofl. Kemst því miður ekki en ég verð bara að láta mér nægja að hlusta á alla þessa snillinga í i-poddinum á meðan ég skúra fyrir alla læknana ;) Það er svo fullt af íslenskum tónlistarmönnum að heilla mig þessa dagana og ég vona að ég geti nú farið að sjá eitthvað af þeim á tónleikum.
Já mamma var svo góð að bjóða mér með sér á árshátíð Landsbankans og verður það eflaust mikið stuð, það verður allavega "open bar" sem er alltaf soldið vinsælt ,;)
3 Comments:
Tónleikarnir eru að vísu á morgun fimmtudag
By Anonymous, at 9:03 AM
"Open bar..." Hummm...djöfull væri fínt að komast á þessa árshátíð ;)
By Anonymous, at 2:30 AM
Hæ mig langaði bara til að minna á gamlan badminton félaga frá fyrri tíð;) Væri sko alveg til í að rifja upp gamla sveiflu....
Regga gamli boss
By Anonymous, at 9:17 AM
Post a Comment
<< Home