Góða helgi í boði Landsbankans (eða hvað?)
Já helgin er að koma og er það alveg hreint ljómandi fínt. Innflutningspartý hjá Davíð Óla og Hildi á laugardaginn, það verður örugglega svaka stuð. Ég er sem sagt ekki að fara á Landsbankaárshátiðina. Það er vegna þess að starfsfólk má aðeins bjóða "mökum" með sér en ekki neinum öðrum. Ég veit ekki hvort þeir biðji um hjúskaparvottorð til staðfestingar á þessu öllu saman en mér finnst þetta nú soldið skítt, og þá sérstaklega fyrir þá starfsmenn sem eiga ekki maka og vilja samt sem áður hafa einhvern sem þeim þykir vænt með sér á skemmtunina. Ástin (eða kynlífið) er greinilega í hávegum höfð þarna í Landsbankanum , en hvernig í ósköpunum ætla þeir að fylgjast með því hver er "ekta" maki hvers og eins, ég bara skil þetta alls ekki, sérstaklega þar sem þessi banki er ekki beinlínis að lepja dauðann úr skel hvað peningamál varðar. (ein soldið svekkt, en ætla samt ekkert að hætta viðskiptum út af þessu). Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því að hún mammi mín plummi sig ekki án "maka" enda þekkt fyrir að vera hrókur alls fagnaðar ! Ég á líka eftir að þekkja miklu fleiri í partýinu og það er alltaf frábært að skemmta sér með vinum sínum þannig að ég verð fljót að jafna mig á þessum Landsbankaskandal ;)
Annars er allt rosa fínt að frétta, badminton komið á fullt skrið, svaka gaman, búin að skrá mig í rope yoga x3 í viku kl 06:05 á morgnana (úff), uppáhaldssjónvarpsþættirnir valda ekki vonbrigðum, sigurrós kann að skrifa nokkra stafi og er búin að læra að syngja Fjöllin hafa vakað (foreldrum sínum til mikillar skemmtunar), búin að panta sumarbústað um áramótin !!
Óska öllum góðrar helgar,
0 Comments:
Post a Comment
<< Home