Hugað að heilsunni !
Já það er aldeilis að maður er farin að gera eitthvað í heilsumálunum, (enda var kominn tími til), byrjuð í rope yoganu x3 í viku kl 6 á morgnana, badminton x1 í viku og svo skellti ég mér í nudd og nálastungur til að losa um spennu og svoleiðis, alger snilld. Já það þýðir víst ekkert að láta blessaða heilsuna sitja á hakanum, hún kemur bara annars og bítur mann í rassinn síðar.
Var að kaupa nýja Damien Rice diskinn og við fyrstu hlustun er hann ekki að valda neinum vonbrigðum, elsku kallinn :) Eitt það besta fyrir heilsuna og þá helst þessa andlegu er nebblega að hlusta á yndislega tónlist, hún getur sko gert kraftaverk !
hér er hægt að hlusta á nokkur lög http://myspace.com/damienrice
p.s. fór á pulsubarinn í hádeginu
2 Comments:
Mig langar í pylsu..
By Anonymous, at 9:22 AM
tékka
By henny, at 5:04 AM
Post a Comment
<< Home