Henny María ...

Wednesday, November 22, 2006

það styttist ......


Tíminn líður hratt þessa dagana og það styttist í blessuð jólin og áramótin þá líka. Við verðum á hér fyrir sunnan um jólin en hann pabbi ætlar að skella sér til Danaveldis og eyða jólunum með systur sinni og dætrum. Stefnan er svo sett á sumó um áramótin með Eddu og Kjartani o.co. eins og ég hef kannski komið inn á áður og er tilhlökkunin alveg heilmikil.

Ég ætla að reyna að klára jólagjafastússið sem allra fyrst svo að ég hafi meiri tíma til að baka, ég er búin að fá svo margar frábærar uppskriftir að ég get ekki beðið eftir bakstrinum. Erum svo að fara í hið árlega laufabrauð á laugardaginn þannig að þetta er allt að komast í gang.

Ég er útskrifuð frá nuddaranum og hann sagði að það ætti að vera allt í lagi með mig núna, ég var nú nokkuð sammála honum því að sviminn er farinn og ég bara orðin miklu orkumeiri. Hann sagði líka að ég ætti að hugsa um að fara að eiga annað stykki barn og stakk svo nálum í frjósemisstöðvarnar mínar í lok tímans :) Ég sagði bara já já það styttist :)


Lag dagsins: The Samples - Who Am I


1 Comments:

  • Nú lýst mér á þig! Þér finnst svo gaman að baka - af hverju ekki að henda einu í þinn oft í leiðinni...:)

    By Anonymous Anonymous, at 1:56 AM  

Post a Comment

<< Home