BINGÓ.........
Fór með mömmu í Landsbankajólabingó í gær og auðvitað vann mamma þessa líka dýrindis matarkörfu og var svo yndisleg að gefa okkur hana, besta mamman sko !! Þetta gerðist nefnilega líka í fyrra og er stefnt á að gera þetta að hefð :) Enda engin smá búbót, það er víst ábyggilegt. Alltaf gaman að fara í bingó og svolítið fyndið að sjá að það kemur svona upp smá keppnisskap í fólk og maður verður bara drullusvekktur þegar einhver annar æpir "bingó" og reynir að vera glaður fyrir þeirra hönd. En maður er fljótur að gleyma tapinu þegar ný umferð fer að stað og spennan magnast. Yndislegur leikur (sérstaklega af því að við unnum:)
1 Comments:
Það er náttúrlega langskemmtilegast í bingó þegar maður hefur almennilega bingóvöfða...:) hehehe
Góða helgi :*
By Anonymous, at 5:36 AM
Post a Comment
<< Home