allt í gangi !!
Ég vil byrja á að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls nýrs árs !!!
Við erum búin að hafa það ofsalega gott yfir jólin og gerðum okkur lítið fyrir og trúlofuðum okkur á aðfangadagsmorgun :) Jólin voru svo haldin á Sunnuveginum og allt var frábært. Ég fékk kassagítar frá Palla í jólagjöf og var alveg himinlifandi, núna get ég farið að "working on my music" eins og Ross í Vinum orðaði það svo skemmtilega. Já við fengum fullt af fallegum gjöfum og allir voru svaka sáttir og Sigurrós þá einna helst, það var prinsessuþema hjá henni þetta árið.
Það er svo einnig að frétta að ég er að skipta um vinnu eftir áramótin og hef störf hjá umboðsskrifstofunni Prime. Er í Strandgötunni í Hafnarfirði þannig að ég held áfram að vinna í þessum yndislega bæ mínum ! Ég hlakka mikið mikið til og finnst þetta mjög spennandi, það er svo gott fyrir mann líka að breyta til. Á samt eftir að sakna fólksins á gæslunni en ég verð bara að vera dugleg að hafa samband við það. Ætla líka með þeim til London í febrúar sem verður efluast mikið fjör. Stefnt á að fara á Abba showið og fleira. Jæja nóg af fréttum í bili, vona að allir hafi það gott um áramótin.
Fórum á Bond í gær og ó mæ god mér fannst hún frábær, engin smá töffari þar á ferð!
2 Comments:
Æi en frábært til hamingju með trúlofunina ekkert smá gaman. Og aftur til hamingju með nýju vinnuna þetta verður alveg ótrúlega gaman hjá þér.
Jólakveðja til ykkar sæta fjölskylda!
Ragnhildur
By Anonymous, at 6:57 AM
Til hamingju með trúlofunina turtildúfur! Þið eruð svo sæt:)
Kv. Regína
By Anonymous, at 3:57 AM
Post a Comment
<< Home