Eplastelpa
Já ég er orðin eplastelpa, búin að fá æðislega fallega og góða apple macbook tölvu fyrir nýju vinnuna mína. Ég er alveg að kaupa þetta apple umhverfi og hlakka til að læra betur á þetta. ipodinn minn er hins vegar frosinn en ég held að það sé vegna mikillar notkunar og þarf sennilega að tékka á batteríinu. Allavega, það reddast. Það er allt á fullu núna, verið að smíða allt inní skrifstofuna okkar og allt að verða reddí. Við opnum sennilega um mánaðarmót en ég þarf kannski að vera eitthvað á heilsógæsló í febrúar, en það er allt í lagi. Er samt orðin ferlega spennt að byrja :) Er svo að fara til London 23 febr. og það verður nú aldeilis fínt. Ágætis ársbyrjun. Já og ekki má gleyma þorrablótinu á grenó, stuð stuð stuð !! Hlakka til að hitta alla !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home