Henny María ...

Monday, March 26, 2007

Það held eg nu


Já það er orðið eitthvað síðan maður bloggaði - enda svo sem ekki verið sérlega öflug í þeim bransanum - en hér koma einhverjar fréttir. Það er nú alveg heilmikið búið að ganga á síðustu vikur og mánuði. Ég er komin í nýju vinnuna sem skrifstofustjóri umboðsskrifstofunnar Prime ehf. Það er bara ofsalega skemmtilegt og lifandi starf, hitti og tala við skemmtilegt fólk og svo er yfirmaður minn hann Palli líka alveg frábær. Það er samt hrikalega skrýtið að vera hætt á elskulegu heilsugæslunni minni og ég sakna fólksins alveg hrikalega mikið en ég er búin að vera ofsalega dugleg að halda sambandinu og fer að heimsækja þau og svoleiðis. Já þau losna ekkert alveg við mig ef ég fæ að ráða :)
Félagslífið hefur verið blómlegt sömuleiðis, Incubus tónleikar, afmæli og ýmislegt og svo síðustu helgi skellti ég mér á Stebba & Eyfa í Hafnarborg sem var alveg stórskemmtilegt. Já og ekki má gleyma Londonferðinni með Heilsugæslunni sem var alveg brill. Það var helvítis þeytingur á manni en alveg þess virði, við Ása vorum ansi duglegar að versla og skemmtum okkur konunglega sem herbergisfélagar - klikkuðum ekki á vaskbarnum, aldeilis ekki. Fórum á Mama mia (Abbasýninguna) sem var fínt, órum fínt út að borða, heimsóttum heilsugæslu og inn í milli læddust stundum Mojito, Corona og alls kyns frískleikar í dagskrána. Ferðin heppnaðist sem sagt svaka vel og ég gat sagt mig úr starfsmannaráði með sæmd !
Páskafrí á næsta leyti og þá ætlum við að skella okkur eitthvað norður og hafa það næs eins og alltaf. Kannski getur maður skellt sér eitthvað í snjóinn upp á Kaldbak. Annars er ég alveg tilbúin í vorið bara, þetta er búið að vera alveg ágætt af skítaveðri í bili takk fyrir.
Sigurrós Lilja er alltaf jafn spræk, er á fullu í danskólanum og auðvitað leikskólanum. Skellti sér á bangsaspítalann um daginn sem var alveg frábært - henni fannst nú ekki mikið mál að fara ein með bangsann inn til læknis - enda ábyrgðarfullt foreldri þar á ferðinni. Bangsinn fór í röntgen og var settur á lyf, enda búin að vera með gubbupest í 1 mínútu að sögn móður ;) Það er hægt að sjá videomyndir af þessu á mbl.is - vefvarp. Henni finnst Justin Timberlake ferlega flottur og biður mömmu sína mikið um að setja hann á fóninn og svo er tekið til við dansinn - og þvílík tilþrif - jeminn eini !! Prumpulagið er einnig í miklu uppáhaldi og það spenningurinn er mikill fyrir Abbababb sem við ætlum á innan skamms.
Já þetta er svona það helsta í bili - ætla nú líka að fara að setja inn nýjar og skemmtilegar myndir. Besos.

2 Comments:

  • Ummmmmm....Mojito... :)

    By Anonymous Anonymous, at 8:40 AM  

  • People should read this.

    By Anonymous Anonymous, at 11:18 PM  

Post a Comment

<< Home