Henny María ...

Thursday, October 18, 2007

á maður að nenna þessu ?

Ég veit ekki alveg hvort ég er að nenna þessu bloggstússi en ég hendi allavega hér inn einni færslu þó að ekki sé nema fyrir hann Svenna sem skildi eftir frekar harðort comment hér síðast. Ég vil alls ekki valda vonbrigðum og þetta vonandi fær hann til að brosa út í annað þarna í Búdapestinni :)
Allavega, það hefur nottlega mikið drifið á daga fjölskyldunnar síðustu mánuði, enda heilt sumar liðið og það leið með sínum frábæru sumarfríum. Vestfirðir heimsóttir sem var nú ansi magnað og svo allt þetta hefbundna, Akó, Grenó og Stykkishólmur kom svo í lokin. Aldeilis ljómandi fínt skal ég segja ykkur. Palli er búinn að fara x2 erlendis í golfferð, eina til Danmerkur og eina til Prtúgal núna í október, og honum fannst það bara svaka gaman, enda heppinn með veður og svoleiðis :), sem og ferðafélaga, já og svo er nottlega gaman í golfi og kannski fékk hann sér einn bjór á eftir :)
Það merkilega gerðist í september að ég varð 30 ára gömul og finnst mér það mjög vel af sér vikið. Ég fékk ekkert sjokk og hlakka bara til að lifa enn lengur, já maður er með rétta attítúttið.
Sigurrós er alltaf glöð og dugleg - orðin 5 ára gella og finnst hún sjálf vera afar fyndin og spyr oft hvort að okkur finnist hún ekki líka örugglega fyndin - sem okkur finnst að sjálfsögðu.
Ég er ennþá að vinna á umboðsskrifstofunni Prime sem er alveg stórskemmtilegt - endilega kíkka á prime.is :) erum svo að fá nýja heimasíðu von bráðar - það verður stuð
Jæja nóg af því liðna, það gerðist sem sagt alveg heilmargt en það er búið núna...

Ég verð að fá að lýsa ánægju minni með Næturvaktina - finnst hún alveg hreint mögnuð og vel leikin - Halldór Gylfa átti nú innkomu dagsins í síðasta þætti sem Kiddi frændi í Sólinni og lét kallinn aldeilis heyra það - og setningin "Hvaða tegund af steik ert þú eiginlega ?" stóð þar upp úr mörgum frábærum frösum.
Ég og Palli erum komin í heilsuátak - (heyrt þetta áður) en (eins og áður) þá ætlum við ekki að gefast upp !!!! Ég væri nú líka til í að kíkka á æfingarnar með Helgu Kr og þeim hjá Gunnari á Grenivík - miðað við lýsingar Helgu þá er svo heltekið á því, með tilheyrandi hvatningaröskrum frá þjálfaranum, að margir dagar líða þangað til maður jafnar sig. Ég læt mér Suðurbæjarlaugina bara duga - öskra bara á sjálfa mig í hljóði.
Ég er að fara til Glasgow í lok nóvember - segi betur frá því seinna - þegar ég er búin að gera upp við mig hvort ég held áfram að blogga.
Hér kemur mynd af mér og Brynju frænku síðan um síðustu helgi - há dú jú læk þe dress ??

Tuesday, April 17, 2007

get ekki sett islenska stafi i titilinn.....


Ætlaði sem sagt að láta þessa færslu heita Páskar og fleira.
Það er allt ljómandi fínt að frétta af okkur, fórum norður um páskana og höfðum það hrikalega gott. Við feðgin fórum hamförum í eldhúsinu eins og okkur einum er lagið, fengum hund í heimsókn, borðuðum aðeins meira og allt þetta. Ég fór síðan á ball sem voru eiginlega miðnæturtónleikar þar sem ungir krakkar sungu og spiluðu. Strákurinn hann Eyþór vann síðan Söngkeppni framhaldsskólana um helgina, ég er nú hrædd um það. Já þetta var svakalega fín helgi sem endaði með frábærum tónleikum með Björk í Höllinni. Antony (& the Johnsons) kom og söng með henni Dull Flame of Desire af Volta og ég bara gjörsamlega táraðist það var svo fallegt - djíses, röddin í þessum manni, og þau voru frábær saman.
Vinnan gengur vel og allt að gerast - sumarið verður örugglega líflegt og skemmtilegt. Gleymi samt ekki vinum mínum á heilsó svo glatt og kíki þangað reglulega ;) Við skötuhjú komin í heilsuátak eða á maður ekki að kalla þetta "lífstílsbreytingu", komin á fullt í ræktina og farin að elda hollan og góðan mat, aldeilis ljómandi !

Monday, March 26, 2007

Það held eg nu


Já það er orðið eitthvað síðan maður bloggaði - enda svo sem ekki verið sérlega öflug í þeim bransanum - en hér koma einhverjar fréttir. Það er nú alveg heilmikið búið að ganga á síðustu vikur og mánuði. Ég er komin í nýju vinnuna sem skrifstofustjóri umboðsskrifstofunnar Prime ehf. Það er bara ofsalega skemmtilegt og lifandi starf, hitti og tala við skemmtilegt fólk og svo er yfirmaður minn hann Palli líka alveg frábær. Það er samt hrikalega skrýtið að vera hætt á elskulegu heilsugæslunni minni og ég sakna fólksins alveg hrikalega mikið en ég er búin að vera ofsalega dugleg að halda sambandinu og fer að heimsækja þau og svoleiðis. Já þau losna ekkert alveg við mig ef ég fæ að ráða :)
Félagslífið hefur verið blómlegt sömuleiðis, Incubus tónleikar, afmæli og ýmislegt og svo síðustu helgi skellti ég mér á Stebba & Eyfa í Hafnarborg sem var alveg stórskemmtilegt. Já og ekki má gleyma Londonferðinni með Heilsugæslunni sem var alveg brill. Það var helvítis þeytingur á manni en alveg þess virði, við Ása vorum ansi duglegar að versla og skemmtum okkur konunglega sem herbergisfélagar - klikkuðum ekki á vaskbarnum, aldeilis ekki. Fórum á Mama mia (Abbasýninguna) sem var fínt, órum fínt út að borða, heimsóttum heilsugæslu og inn í milli læddust stundum Mojito, Corona og alls kyns frískleikar í dagskrána. Ferðin heppnaðist sem sagt svaka vel og ég gat sagt mig úr starfsmannaráði með sæmd !
Páskafrí á næsta leyti og þá ætlum við að skella okkur eitthvað norður og hafa það næs eins og alltaf. Kannski getur maður skellt sér eitthvað í snjóinn upp á Kaldbak. Annars er ég alveg tilbúin í vorið bara, þetta er búið að vera alveg ágætt af skítaveðri í bili takk fyrir.
Sigurrós Lilja er alltaf jafn spræk, er á fullu í danskólanum og auðvitað leikskólanum. Skellti sér á bangsaspítalann um daginn sem var alveg frábært - henni fannst nú ekki mikið mál að fara ein með bangsann inn til læknis - enda ábyrgðarfullt foreldri þar á ferðinni. Bangsinn fór í röntgen og var settur á lyf, enda búin að vera með gubbupest í 1 mínútu að sögn móður ;) Það er hægt að sjá videomyndir af þessu á mbl.is - vefvarp. Henni finnst Justin Timberlake ferlega flottur og biður mömmu sína mikið um að setja hann á fóninn og svo er tekið til við dansinn - og þvílík tilþrif - jeminn eini !! Prumpulagið er einnig í miklu uppáhaldi og það spenningurinn er mikill fyrir Abbababb sem við ætlum á innan skamms.
Já þetta er svona það helsta í bili - ætla nú líka að fara að setja inn nýjar og skemmtilegar myndir. Besos.

Friday, February 02, 2007

í fréttum er þetta helst ....

Já þá er Þorrablótið afstaðið og var mikið stuð ! Pabbi sló í gegn í skemmtiatriðunum og allt vel heppnað. Palli borðaði meira en ég sem var pínu fyndið þar sem hann ætlaði varla að fara út af vegna þess að hann tímdi ekki að borga fyrir skemmdan mat. Það var að vísu "nýmeti" á boðstólnum eins og pabbi orðaði það og smakkaðist það líka svona ljómandi vel :)
Sigurrós fannst mjög gaman á Grenivík og fékk að vera mikið með Rebekku vinkonu sinni og brösuðu þær heilmikið saman. Keyptum harðfisk, borðuðum pizzu úr Jónsabúð og slökuðum á, sem sagt mjög fín ferð.
Pamelurnar eru á leið í sumarbústað þar-þar-næstu helgi og verður það nú aldeilis gaman. Það eru ár og aldir frá því að við höfum gert eitthvað svona bara við fjórar saman og svo sannarlega komin tími til.
og svona í lokin, ipodinn ekki ónýtur, prime alveg að fara að opna, hætt með visa, spennt fyrir London, pizzupartý á laugardaginn og kannski ball í kapla, mamma afmæli á morgun, ray lamontagne er góður, þarf að kaupa skúla sverrisson, og svona dót í bílinn svo að hann eyði minna bensíni !

Wednesday, January 10, 2007

Eplastelpa


Já ég er orðin eplastelpa, búin að fá æðislega fallega og góða apple macbook tölvu fyrir nýju vinnuna mína. Ég er alveg að kaupa þetta apple umhverfi og hlakka til að læra betur á þetta. ipodinn minn er hins vegar frosinn en ég held að það sé vegna mikillar notkunar og þarf sennilega að tékka á batteríinu. Allavega, það reddast. Það er allt á fullu núna, verið að smíða allt inní skrifstofuna okkar og allt að verða reddí. Við opnum sennilega um mánaðarmót en ég þarf kannski að vera eitthvað á heilsógæsló í febrúar, en það er allt í lagi. Er samt orðin ferlega spennt að byrja :) Er svo að fara til London 23 febr. og það verður nú aldeilis fínt. Ágætis ársbyrjun. Já og ekki má gleyma þorrablótinu á grenó, stuð stuð stuð !! Hlakka til að hitta alla !

Friday, December 29, 2006

Árið !!!

CommentYou.com is your one stop Myspace Comment Site
Get more at COMMENTYOU.com

Wednesday, December 27, 2006

allt í gangi !!



Ég vil byrja á að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls nýrs árs !!!


Við erum búin að hafa það ofsalega gott yfir jólin og gerðum okkur lítið fyrir og trúlofuðum okkur á aðfangadagsmorgun :) Jólin voru svo haldin á Sunnuveginum og allt var frábært. Ég fékk kassagítar frá Palla í jólagjöf og var alveg himinlifandi, núna get ég farið að "working on my music" eins og Ross í Vinum orðaði það svo skemmtilega. Já við fengum fullt af fallegum gjöfum og allir voru svaka sáttir og Sigurrós þá einna helst, það var prinsessuþema hjá henni þetta árið.


Það er svo einnig að frétta að ég er að skipta um vinnu eftir áramótin og hef störf hjá umboðsskrifstofunni Prime. Er í Strandgötunni í Hafnarfirði þannig að ég held áfram að vinna í þessum yndislega bæ mínum ! Ég hlakka mikið mikið til og finnst þetta mjög spennandi, það er svo gott fyrir mann líka að breyta til. Á samt eftir að sakna fólksins á gæslunni en ég verð bara að vera dugleg að hafa samband við það. Ætla líka með þeim til London í febrúar sem verður efluast mikið fjör. Stefnt á að fara á Abba showið og fleira. Jæja nóg af fréttum í bili, vona að allir hafi það gott um áramótin.


Fórum á Bond í gær og ó mæ god mér fannst hún frábær, engin smá töffari þar á ferð!