Henny María ...

Tuesday, May 30, 2006

Varicella without complications

Já svona hljóðar víst greiningin á hlaupabólunni sem hún Sigurrós er með þessa dagana :) Ég er nú samt bara fegin að hún sé búin að klára þetta þrátt fyrir að þetta sé ekki mjög skemmtilegt. Þessi mikla innivera getur verið erfið fyrir litla fjörkálfa og vonandi kemst hún í leikskólann á morgun. Maður er farin að kunna hinar ýmsu teiknimyndir utan að og þá sérstaklega pétur pan, en hver er ekki til í komast yfir smá álfaryk frá skellibjöllu, ekki slæmt að geta flogið um loftin blá bara með því að hugsa um eitthvað fallegt.

Wednesday, May 24, 2006

ekki slæm "næstum því" afmælisgjöf !!


Ég fékk þær frábæru fréttir í morgun að nick cave væri að koma aftur til Íslands í höllina 16. september, ekki slæm afmælisgjöf á ská. Eins gott að vera á tánum með miðakaupin.
Ekki svo frábærar fréttir eru þær að blessaðar flærnar eða allavega einhverjir maurar eru líka búnir að narta í okkur líka, en það er víst lítið hægt að gera við því, þetta grær bara áður en við giftum okkur :) Andstyggilegt samt sem áður, þetta styður allavega þá ákvörðun um að vera ekki með loðdýr á heimilinu, það er á hreinu. Passið ykkur á húsdýragarðinum !!!
Alltaf gott að fá frí svona í miðri viku, ætlum að grilla í kvöld og reyna að komst á da vinci code, en heyrst hefur að það sé uppselt næstu 8 dagana, úff, kemur í ljós.
Sá annars hinn kyngimagnaða dúett Snooze og nýja myndbandið þeirra í gær, og ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að fara að hlægja eða gráta, svei mér þá, tékkið endilega þá þessu, þó ekki sé nema fyrir forvitnissakir.

Í tilefni dagsins er lagið: Lay me low með Nick Cave and the Bad Seeds

Tuesday, May 23, 2006

hvað er í gangi ?

heyrðu sumarið er greinilega farið í frí, vonandi bara stutt, en ég ætla nú ekki að kvarta mikið því það gæti víst verið verra, ég hugsa "hlýtt" til ykkar elskurnar mínar á Grenivík !!!
Sumarbústaðurinn var frábær um helgina, potturinn með nuddi og diskóljósum og allir sáttir. Horfðum á Lordi rústa júró og spiluðum kana. Sigurrós náði sér í flóabit í Húsdýragarðinum á föstudaginn og líka stóran marglett, og rispu á síðuna. Já það getur sko verið varasamt að fara með börnin í þennan húsdýragarð, en samt ákaflega skemmtilegt.

Mig langar svo mikið á Hróarskeldu.




Lag dagsins: The Funeral með Band of horses

Friday, May 19, 2006

svona fór nú sjóferð.....

Já já þá er það afstaðið, kemur kannski ekki á óvart. Maður horfir nú samt með öðru á laugardaginn. Erum á leið í bústað yfir helgina sem er aldeilis ljómandi. Sumarið er bara komið núna held ég, júró búið, búin að klára allar tv seríurnar (en bíð samt spennt eftir framhaldi í september), byrjuð að hjóla í vinnuna, og aftur heim (sem er afrek út af fyrir sig). Sólin skín hér í Hafnarfirði og ég fékk nýjan gsmsíma afhendan áðan, jibbý.

Góða helgi

Thursday, May 18, 2006

Áfram Ísland !!!


Stattu þig stelpa -

Sunday, May 14, 2006

gaman, gaman, gaman


Frábær helgi er að klárast og maður er sko rúmlega sáttur við atburði hennar. Skorradalsferð ÍTH stóð hæst þar sem “snillingurinn” Halli Hansen stjórnaði leikjum með svakalegum tilburðum, og þá einna helst í pósunum eins og sést hér til hliðar J Ferðin byrjaði í langferðarbíl og fórum við Hvalfjörðinn í þetta skiptið. Keyrðum fram hjá bílveltu sem við fyrstu sýn leit ekki vel út en svo fréttum við það seinna að blessaður ökumaðurinn hafi verið að reyna að stinga lögguna af og hafði komist úr bílnum og svo fundist í fjöruborðinu í Hvalfirðinum. Alveg með ólíkindum að hann skuli hafa sloppið miðað við hvernig bíllinn var og þá helst hvar hann var. Hann var nefnilega á hvolfi, ofan á kletti, næstum dottinn út í á við hliðina á einbreiðri brú. Já takk fyrir sumir eru heppnir, eða bara klikkaðir, ég veit það ekki.
Þegar komið var á Indriðastaði hittum við skrautlegan karakter að nafni Halli og átti hann eftir að skemmta fólki með ansi hreint mögnum töktum :) Okkur var skellt í galla og hjálma og svo var haldið á fjórhjólum í skemmtilega ökuferð, keyrðum í vatnið og allt !!! Palli hefði viljað meiri hraða en það er víst ekki hægt í svona ferð. Eftir þetta var okkur skipt í lið og kepptum við í klifri og axarkasti sem var frábært. Klifrið var æði og maður skildi af hverju þetta er eitt af erfiðustu íþróttunum!! Palli ætlaði ekki upp í fyrstu sökum mikillar lofthræðslu en hann sigraði óttann að sjálfsögðu og rauk upp vegginn – já hann allavega fór alla leið .) Algjör hetja! Axarkastið gekk upp og ofan hjá fólki en var stórskemmtilegt þrátt fyrir að mitt lið – Kuhjo tapaði, en það var í lagi því að við rústuðum klifrinu, júllí júllí júllí – (þetta var sko herópið okkar). Já aldeilis stuð. Palli grillaði svo 200gr hammara ofan í mannskapinn í bústað STH og var eitthvað sötrað með því áður en haldið var í borgina aftur. Þetta var alveg meiriháttar ferð og vel heppnuð í alla staði, gott veður og allir ánægðir.
Við héldum síðan gleðskapnum áfram og fórum í 30 ára afmæli til Gísla Árna þannig að við fórum ansi þreytt heim en það var alveg þess virði. Frábær dagur.

Verð hreinlega að hvetja alla til að horfa á Veronicu Mars – djíses – var að horfa á lokaþáttinn í 2 seríu og þvílík snilld – það er nú meira hvað þetta er skemmtilegt. Nú þarf maður því miður að bíða fram í september eftir meiru en maður lætur sig hafa það J

Kveð núna, ætlað að halda áfram að horfa á FH vinna KR í fótboltanum og svo á morgun förum við og kaupum okkur nýju plötuna með Tool, takk fyrir!

Friday, May 05, 2006

blessuð sértu helgin mín ....



Já maður er þá fluttur hingað yfir og líkar það vel. Snurfusa þetta allt saman í rólegheitunum.Helgin er komin, jamm og jamm og jú - Palli á leið á Herrakvöld FH í kvöld og verða ég og Sigurrós einar í kotinu. Þá er tilvalið að dæla nokkrum "tjikkflikks" í tækið og sökkva sér í sófann. Ætla svo að hitta grenivíkurgellur sem eru staddar í borginni - kannski skellum við okkur eitthvað á lífið saman, það væri sko ekki leiðinlegt. Maður reynir kannski að fara að hjóla eitthvað en það hefur verið lítið um það undanfarið, það er nefnilega búið að vera þannig að ef ég svo mikið sem hugsa um hjólið þá hefur komið rigning, hagl og álíka skemmtilegheit, þannig að hjólið er búið að hafa það alveg ágætt í bílskúrnum á sunnuveginum. Þetta tekst hjá mér á endanum. Annars ætla ég að byrja helgina á því að fara með blessaðan flakkarann í viðgerð áður en ég missi vitið alveg, þeir skulu sko redda þessu fyrir mig !!

Lag dagsins í dag: You do something to me - Paul Weller