Henny María ...

Thursday, October 18, 2007

á maður að nenna þessu ?

Ég veit ekki alveg hvort ég er að nenna þessu bloggstússi en ég hendi allavega hér inn einni færslu þó að ekki sé nema fyrir hann Svenna sem skildi eftir frekar harðort comment hér síðast. Ég vil alls ekki valda vonbrigðum og þetta vonandi fær hann til að brosa út í annað þarna í Búdapestinni :)
Allavega, það hefur nottlega mikið drifið á daga fjölskyldunnar síðustu mánuði, enda heilt sumar liðið og það leið með sínum frábæru sumarfríum. Vestfirðir heimsóttir sem var nú ansi magnað og svo allt þetta hefbundna, Akó, Grenó og Stykkishólmur kom svo í lokin. Aldeilis ljómandi fínt skal ég segja ykkur. Palli er búinn að fara x2 erlendis í golfferð, eina til Danmerkur og eina til Prtúgal núna í október, og honum fannst það bara svaka gaman, enda heppinn með veður og svoleiðis :), sem og ferðafélaga, já og svo er nottlega gaman í golfi og kannski fékk hann sér einn bjór á eftir :)
Það merkilega gerðist í september að ég varð 30 ára gömul og finnst mér það mjög vel af sér vikið. Ég fékk ekkert sjokk og hlakka bara til að lifa enn lengur, já maður er með rétta attítúttið.
Sigurrós er alltaf glöð og dugleg - orðin 5 ára gella og finnst hún sjálf vera afar fyndin og spyr oft hvort að okkur finnist hún ekki líka örugglega fyndin - sem okkur finnst að sjálfsögðu.
Ég er ennþá að vinna á umboðsskrifstofunni Prime sem er alveg stórskemmtilegt - endilega kíkka á prime.is :) erum svo að fá nýja heimasíðu von bráðar - það verður stuð
Jæja nóg af því liðna, það gerðist sem sagt alveg heilmargt en það er búið núna...

Ég verð að fá að lýsa ánægju minni með Næturvaktina - finnst hún alveg hreint mögnuð og vel leikin - Halldór Gylfa átti nú innkomu dagsins í síðasta þætti sem Kiddi frændi í Sólinni og lét kallinn aldeilis heyra það - og setningin "Hvaða tegund af steik ert þú eiginlega ?" stóð þar upp úr mörgum frábærum frösum.
Ég og Palli erum komin í heilsuátak - (heyrt þetta áður) en (eins og áður) þá ætlum við ekki að gefast upp !!!! Ég væri nú líka til í að kíkka á æfingarnar með Helgu Kr og þeim hjá Gunnari á Grenivík - miðað við lýsingar Helgu þá er svo heltekið á því, með tilheyrandi hvatningaröskrum frá þjálfaranum, að margir dagar líða þangað til maður jafnar sig. Ég læt mér Suðurbæjarlaugina bara duga - öskra bara á sjálfa mig í hljóði.
Ég er að fara til Glasgow í lok nóvember - segi betur frá því seinna - þegar ég er búin að gera upp við mig hvort ég held áfram að blogga.
Hér kemur mynd af mér og Brynju frænku síðan um síðustu helgi - há dú jú læk þe dress ??

0 Comments:

Post a Comment

<< Home