Henny María ...

Tuesday, April 17, 2007

get ekki sett islenska stafi i titilinn.....


Ætlaði sem sagt að láta þessa færslu heita Páskar og fleira.
Það er allt ljómandi fínt að frétta af okkur, fórum norður um páskana og höfðum það hrikalega gott. Við feðgin fórum hamförum í eldhúsinu eins og okkur einum er lagið, fengum hund í heimsókn, borðuðum aðeins meira og allt þetta. Ég fór síðan á ball sem voru eiginlega miðnæturtónleikar þar sem ungir krakkar sungu og spiluðu. Strákurinn hann Eyþór vann síðan Söngkeppni framhaldsskólana um helgina, ég er nú hrædd um það. Já þetta var svakalega fín helgi sem endaði með frábærum tónleikum með Björk í Höllinni. Antony (& the Johnsons) kom og söng með henni Dull Flame of Desire af Volta og ég bara gjörsamlega táraðist það var svo fallegt - djíses, röddin í þessum manni, og þau voru frábær saman.
Vinnan gengur vel og allt að gerast - sumarið verður örugglega líflegt og skemmtilegt. Gleymi samt ekki vinum mínum á heilsó svo glatt og kíki þangað reglulega ;) Við skötuhjú komin í heilsuátak eða á maður ekki að kalla þetta "lífstílsbreytingu", komin á fullt í ræktina og farin að elda hollan og góðan mat, aldeilis ljómandi !