Frábær helgi er að klárast og maður er sko rúmlega sáttur við atburði hennar. Skorradalsferð ÍTH stóð hæst þar sem “snillingurinn” Halli Hansen stjórnaði leikjum með svakalegum tilburðum, og þá einna helst í pósunum eins og sést hér til hliðar J Ferðin byrjaði í langferðarbíl og fórum við Hvalfjörðinn í þetta skiptið. Keyrðum fram hjá bílveltu sem við fyrstu sýn leit ekki vel út en svo fréttum við það seinna að blessaður ökumaðurinn hafi verið að reyna að stinga lögguna af og hafði komist úr bílnum og svo fundist í fjöruborðinu í Hvalfirðinum. Alveg með ólíkindum að hann skuli hafa sloppið miðað við hvernig bíllinn var og þá helst hvar hann var. Hann var nefnilega á hvolfi, ofan á kletti, næstum dottinn út í á við hliðina á einbreiðri brú. Já takk fyrir sumir eru heppnir, eða bara klikkaðir, ég veit það ekki.
Þegar komið var á Indriðastaði hittum við skrautlegan karakter að nafni Halli og átti hann eftir að skemmta fólki með ansi hreint mögnum töktum :) Okkur var skellt í galla og hjálma og svo var haldið á fjórhjólum í skemmtilega ökuferð, keyrðum í vatnið og allt !!! Palli hefði viljað meiri hraða en það er víst ekki hægt í svona ferð. Eftir þetta var okkur skipt í lið og kepptum við í klifri og axarkasti sem var frábært. Klifrið var æði og maður skildi af hverju þetta er eitt af erfiðustu íþróttunum!! Palli ætlaði ekki upp í fyrstu sökum mikillar lofthræðslu en hann sigraði óttann að sjálfsögðu og rauk upp vegginn – já hann allavega fór alla leið .) Algjör hetja! Axarkastið gekk upp og ofan hjá fólki en var stórskemmtilegt þrátt fyrir að mitt lið – Kuhjo tapaði, en það var í lagi því að við rústuðum klifrinu, júllí júllí júllí – (þetta var sko herópið okkar). Já aldeilis stuð. Palli grillaði svo 200gr hammara ofan í mannskapinn í bústað STH og var eitthvað sötrað með því áður en haldið var í borgina aftur. Þetta var alveg meiriháttar ferð og vel heppnuð í alla staði, gott veður og allir ánægðir.
Við héldum síðan gleðskapnum áfram og fórum í 30 ára afmæli til Gísla Árna þannig að við fórum ansi þreytt heim en það var alveg þess virði. Frábær dagur.
Verð hreinlega að hvetja alla til að horfa á Veronicu Mars – djíses – var að horfa á lokaþáttinn í 2 seríu og þvílík snilld – það er nú meira hvað þetta er skemmtilegt. Nú þarf maður því miður að bíða fram í september eftir meiru en maður lætur sig hafa það J
Kveð núna, ætlað að halda áfram að horfa á FH vinna KR í fótboltanum og svo á morgun förum við og kaupum okkur nýju plötuna með Tool, takk fyrir!