Henny María ...

Tuesday, August 22, 2006

"We run", Michael says.....


Já Michael Scofield og félagar hans í prison break eru mættir á skjáinn aftur (í usa) og ég ætla sko að ná í fyrsta þáttinn á eftir. Svaka spennt, en samt ekki eins spennt og ég er yfir spánarferðinni, jeminn, maður er bara með hnút í maganum allan daginn.
Helgin var fín hjá okkur, afmælið á menningarnótt var svaka fínt, en því miður tók það sinn toll daginn eftir :( Grilluðum svo með Eddu og Kjartani á sunnudagskvöldið sem var mjög ljúft.
Ég er búin að setja inn myndir frá sumarfríinu á myndasíðuna - linkurinn er hér til hliðar.
Á maður að vaka eftir Rockstar eða hvað?

Friday, August 18, 2006

MMM (menningarnótt, magni og marglyttur)

Já þá er komið að hinni árlegu menningarnótt á morgun. Við erum svo heppin að vera á leiðinni í tvöfalt þrítugsafmæli kl 17 á morgun í miðbænum og svo verður væntanlega kíkkað í bæinn. Addi er allavega að spila á prikinu þannig að maður kíkir örugglega þangað og dansar af sér rassinn í smá stund.
Hvað var annars málið með hann magna síðast, djös...rugl að hann lenti í bottom 3, þá verður maður að byrja að kjósa aftur, engin spurning. Já þetta var ansi intense hjá honum í creep, dilana bara skælandi og allt, úff. Allavega tók hann Lukas alveg í nösina, hans creep var sko ekkert spes. Hann Lukas er alltaf svona soldið "constipated" í framan blessaður drengurinn en supernova gaukarnir eru alveg að fíla kallinn. Þeir var samt alveg á tæru að þeir voru ekki á leiðinni að sparka magna heim.
Vorum í sambandi við samstarfskonu Palla sem var í húsinu sem við verðum í á Spáni. Hún sagði þetta vera frábært, allar græjur til staðar, stutt á ströndina og allt hræbillegt. Ekki slæmt. Að vísu var maðurinn hennar stunginn af marglyttu og fékk sýkingu og alles. Hann klikkaði á að láta einhvern pissa á þetta eins og krakkarnir í friends gerðu um árið. Þetta er sko ekkert grín að fá svona bit, marglyttur eru stórhættuleg kvikindi, einhver tegundin er með eitruðstu dýrum heims ! Maður verður aldeilis að passa sig, það er alveg á hreinu.

Thursday, August 10, 2006

sumarfríið hið fyrra búið..

Já þá er hversdagsleikinn tekinn við í ca 2 vikur en þá verður haldið til spánar. Sumarfríið var frábært, grenivík, veitt í fjörðum, sól, mývatn, eiðar í bústað, eigilsstaðir, kárahnjúkar, seyðisfjörður, reyðarfjörður og fáskrúðsfjörður. Já það var víða komið við og skemmtum við okkur vel. Edda, Kjartan og börn voru með okkur meiripartinn sem var alveg frábært, vorum dugleg að spila buzz og popppunkt og á meðan reyndi Kjartan að koma eplasnapsinum út við misgóðar viðtökur. Já það er ekki hægt að telja allt sem gerðist í fríinu hér en það var bara aldeilis frábært. Ég hlakka til að fara í það næsta.
Heyrðu, mín bara orðin módel, ég er nú hrædd um það. Vinkona Eddu vantaði einhverja til að vera í peysum sem hún var að prjóna því hún er að gefa út bók og ég er að fara í dag og ætlar hún að nota mig í fótósjút. Já það ætti að koma sér aldeilis vel að hafa fylgst með Americas next top model núna maður, ..tyra give me sexy, tyra give me tough, tyra give me happy..... já hún veit sko hvað hún syngur :)

Magni með "magnified" encore í gær, hann er alveg að meika það drengurinn í þessum þætti. Alveg ferlega gaman að fylgjast með þessu, allavega sér maður sig knúinn til að vaka fram á miðjar nætur til að horfa á þetta og ég er orðin frekar óróleg með það að missa kannski af 2´þáttum þegar ég verð á spáni. Það hlýtur að reddast. Já ótrúlegt tangarhald sem þetta sjónvarp hefur á manni stundum, er orðin frekar spennt eftir að sjá alla þættina sem eru að byrja aftur í haust, maður á eftir að fá svör við ýmsum spurningum :)