Henny María ...

Thursday, September 28, 2006

Hlaup og vín..

Það var sko búið til rifsberjahlaup í gær með dyggri aðstoð tengdó og var útkoman svona líka glimrandi fín ! Náðum að setja í allnokkrar krukkur og okkur langar núna að fara að setja í rifsberjavín sem yrði tilbúið um jólin. Tilvalið í jólapakkana ::) Uppskriftin er ekki flók, rifsber, sykur og vodki en maður þarf síðan að hafa þolinmæði því að þetta tekur víst allt sinn tíma. Aldrei að vita nema maður skelli sér í þessa víngerð, enda yrði það heilmikil búbót, er það ekki?
Allt gott að frétta hér, Sigurrós komin á nýja deild sem heitir Þúfa og er hæstánægð. Hún er dugleg að gefa gunna gullfiski að borða og hann plummar sig einstaklega vel, enda einstaklega gáfað dýr þar á ferðinni !

Æi hvað er nú gott að vera búin að fá flest-alla uppáhaldssjónvarpsþættina sína í gang, og hafa þeir alveg staðið undir væntingum. Fullt af nýjum skemmtilegum þáttum líka komnir, jey.

Monday, September 25, 2006

Afmælisstelpa !!

Sigurrós Lilja er orðin 4ja ára !!!!!

Afmælisveislan var í gær og var mikið stuð. Fullt af pökkum og kökum. Mér og Kristínu Steinu tókst að gera þessa líka fínu Nemo köku sem var í stíl við afmælisgjöfina sem við gáfum henni en hún fékk gullfisk í skál. Hann gerði heldur betur lukku blessaður og er búinn að fá nafnið Gunni gullfiskur !!

Monday, September 18, 2006

Nick Cave og Áfram FH !!!


Já hann er Nick Cave er algjör snillingur ! Tónleikarnir voru æðislegir hreint út sagt.
FH Íslandsmeistarar - jibbý !! Laugardagskvöldið var sem sagt tekið með trompi,

Friday, September 15, 2006

Haustið er tíminn..


Já það er víst ábyggilegt að haustið er komið ! Jeminn það er búið að vera rigning og rok frá því að við komum heim frá Spáni. Aðeins of mikið sjokk að koma úr 30°c + og í blessuðu rigninguna gjörsamlega alla daga. En svona er þetta bara, maður lætur þetta allvega ekki stoppa sig frá því að vera með fjöldagrill í Heiðmörk, ekki aldeilis..

Thursday, September 14, 2006

Ammó !


Heyrðu, ég á afmæli í dag, jibbý

Wednesday, September 13, 2006

komin heim !


Við erum komin heim og Spánn var æði og allir glaðir í hitanum. Set inn myndir við fyrsta tækifæri. Allt komið á fullt hjá okkur öllum og afmælismánuðurinn ógurlegi gengin í garð.
Jæja hef ekki tíma til að skrifa meira, lokaþáttur Rockstar er byrjaður, úff, spennó !!

Go Magni !!!!