Wherefore art thou, sumarfrí ?
Heyrðu þetta er bara komið gott, sumarfríið má alveg fara að koma. Veðrið er ekki beint að toga í mann þessa dagana en það er alveg ljóst að sumarfrí er bráðnauðsynlegt fyrir andlega heilsu. Ég þarf bara að þrauka í 3 vikur í viðbót, hvað er það? Allt gott að frétta hér, helgin róleg, sund og fótboltagláp. Sigurrós tjáði mér það á laugardaginn að hún væri með handahausverk og bar sig frekar illa og svo seinna um daginn var hún komin með fótahausverk, litla skinnið ! En hún var fljót að jafna sig á þessum ósköpum og er búin að vera hin hressasta svo ekki sé meira sagt þessi elska. Rigningin er komin aftur, var líka orðin ansi áhyggjufull því ég hafði ekki séð hana í 2 heila daga en það var allt í lagi með hana og hún stóð sig bara vel í dag með rokinu.
Lagið: Sia - Breathe me